SKAGI: Nýting kaupréttar að 14,1% hlut í Íslenskum verðbréfum
Globenewswire·2026-01-07 03:50

Stjórn Skaga hefur tekið ákvörðun um að nýta kauprétt á alls 14,1% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. („félagið“) af minnihlutaeigendum félagsins, sbr. tilkynningu Skaga þann 16. desember 2024. Kaupverðið reiknast út frá því að heildarvirði hluta sé 1,5% af eignum í stýringu félagsins þann 31. desember 2025. Gert er ráð fyrir að seljendur hlutanna fái kaupverðið greitt með 24.231.800 nýjum hlutum í Skaga sem lúta sölubanni til tveggja ára. Fjöldi hluta er reiknaður út frá meðalgengi hlutabréfa Skaga eins og þa ...